|
|
|
|
|
22.10.05 klukketiklukk ég vil biðjast afsökunar á nafngiftinni hér fyrir ofan... datt ekkert annað "frumlegt" í hug. en já... fyrir allnokkru klukkaði stórskáldið og stórvinur minn dr. Sigurður Ingólfsson mig og mun ég nú koma með 5 staðreyndir um mig sem enginn vissi... eða fáir. 1. ég er sjúklega hræddur við býflugur, hunangsflugur, vespur, geitunga eða hvað þetta allt heitir. 2. ég er helgaralki... en frekar lélegur sem slíkur... t.d. nægir mér að fá mér einn bjór stundum... held þetta tengist aðallega því að kíkja út og hitta fólk... áfengið er þá bara plús ef það er með í för. 3. ég er einlægur aðdáandi meat loaf... prófið bara að hlusta á gömlu diskana hans og þið munið sjá ljósið!!! 4. ég hef komið til ca 14-15 landa um ævina eða frá því að ég var 16 ára en þar með talið er interrail ferð sem ég fór með 2 vinum mínum til 9 landa... 5. mig dreymir um að eitthvað stórt útgáfufyrirtæki vilji gefa út ljóð eftir mig... en er orðinn ansi efins um að það rætist... ég klukka hér með kidda, eygló og eika frissa frænda minn Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/22/2005
linkar jæja, nú fer að líða að því að ég komi nýjum linkum upp og vil ég af því tilefni biðja alla þá sem vilja link (hlekk) að biðja um það hér á kommentakerfinu. takk fyrir. ps. allir sem vettlingi geta valdið að mæta á kaffi hljómalind kl. 17:00 í dag til að hlusta á austfirska bandið miri!! Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/22/2005
20.10.05 gallup í fyrradag hóf ég störf hjá hinu merkilega fyrirtæki img-gallup. þar spyr ég fólk á öllum aldri spurninga í gegnum síma um allt milli himins og jarðar á milli 18-22 og fæ um 1000kr. fyrir tímann á virkum dögum, eitthvað meira um helgar. með þessum aðgerðum mínum vonast ég til að binda enda á áralanga fátækt mína eða að minnsta kosti að minnka hana að talsverðu leyti. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/20/2005
19.10.05 nýja kærastan mín alveg síðan ég uppgötvaði hvernig ég gæti fundið fleiri rásir heldur en sýn í sjónvarpinu sem bergvin lánaði mér hefur líf mitt tekið stakkaskiptum. ég er hættur að vafra um stræti miðbæjarins í leit að kaffihúsi sem samþykkir mig og tölvuna mína, hættur að liggja tímunum saman í myrkruðu herberginu, starandi í loftið og teljandi regndropana sem falla til jarðar fyrir utan gluggann. ég er hættur að leyta í ofvæni að tilgangi lífsins og umfram allt, ég er hættur að gráta mig í svefn. ég fann stöð 2. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/19/2005
17.10.05 gleymska ég steingleymdi að þakka finni kærlega fyrir að hjálpa mér að búa til þetta nýja blogg mitt... á það til að gleyma hreinlega að þakka fyrir greiða sem fólk gerir mér, biðst ég afsökunar á því. enn fremur bendi ég fólki á að kíkja á nýja arthúrinn er annars að fara í próf í dag og kvíði svona nett fyrir það, best að æla og lesa svo fyrir það. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/17/2005
nýtt barn í fjölskyldunni! þar síðustu nótt fæddi lourdes, eiginkona elsta bróður míns, styrmis myndarlegan son, með mikið dökkt hár og bráðmyndarlegur en það kom ekki á óvart... það er í ættinni. fyrir eiga skötuhjúin alveg hreint magnaðan son að nafni Christian Freyr. innilega til hamingju lourdes og styrmir og Christian Freyr! Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/17/2005
16.10.05 oktober rain... jæja, þá er skemmtilegasti dagur vikunnar runninn upp með tilheyrandi hellidembu (sem ég dýrka). sit hérna inn á kaffi hljómalind og austan við mig situr mamma bjarkar guðmundsdóttur og lætur tvo útlendinga taka viðtal við sig um kárahnjúka og fleira vel þreytt umræðuefni. á móti mér er hins vegar fundur á vegum airwaives hátíðarinnar en þar eru samankomnar hljómsveitir sem munu spila "utan" dagskrár, á laugardaginn 22. okt hér á kaffi hljómalind. meðal hljómsveita sem munu spila þar og er nú stödd hér inni er austfirska bandið miri sem stundum minnir á sigur rós en þó ekki. gærkvöldið fór í akkurat ekkert eins og stundum áður, lá í rúminu og spilaði football manager og horfði á kvikmyndir á stöð 2, innistæðulaus og alls laus... fyrir utan forða af núðlum sem ég hafði komið mér upp fyrir nokkrum dögum, enda er ég svo hagsýnn og hef verið alla tíð... minnir mig, annars man maður ekkert stundinni lengur. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/16/2005
|
||||
|
|
|
|
|