|
|
|
|
|
4.11.05 hversu heimskur? í gær var ég í minni daglegu strætóferð á leið heim úr skólanum er mér var litið á tjörnina. þar voru þónokkrir krakkar í göngutúr (nei, þetta voru ekki lítil jésúbörn, það var frost.) og ekkert að því svo sem. það var hins vegar einn strákur þarna sem mér fannst skara út úr. ekki skaraði hann út úr sökum fegurðar eða gjörvileika heldur sökum heimsku sem ekki hefur sést svona greinilega í talsvert langan tíma (sést á hverjum degi í USA reyndar). krakkafíflið var að hoppa á ísnum og reyna að brjóta hann á meðan 2 vinir hans horfðu spenntir á. annað hvort á krakkinn grænmeti fyrir foreldra eða að hann gengur ekki í skóla (nema bæði sé). er annars að fara í mína fyrstu vísindaferð í háskólanum... en þar er víst drukkið svolítið af ókeypis áfengi. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 11/04/2005
2.11.05 arthúr dagsins allir að kíkja á arthúr dagsins, mjög góður! er ekki viss um að ég geti bloggað meira í dag... er að drepast í maganum! Bj�rgvin skráði þetta klukkan 11/02/2005
31.10.05 vitleysingaverðlaunin á dögunum hlaut tom nokkur cruise vitleysingaverðlaun vísindakirkjunnar í ameríku og ekki nóg með það, það er í annað skiptið sem hann fær þau verðlaun, geri aðrir verr! hér er fréttin um þetta. Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/31/2005
merkilegt nokk! rakst á þessa frétta áðan. það sem mér finnst merkilegt við fréttina er að fjórða stelpan slapp með skrekkinn þrátt fyrir að höfuð hennar hafi fundist nálægt kirkju. það er greinilega margt skrítið í kírhausnum eða var það kýrhausnum? Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/31/2005
30.10.05 álfabikarinn nei ég er ekki að tala um fótboltabikar að nafni álfabikarinn heldur er ég að tala um álfabikarinn sem auglýstur er nú stíft á skjánum. finnst mér auglýsingin ekki bara fádæma léleg og illa gerð, heldur yfirmáta ósmekkleg í þokkabót. þar er sýndur bikar sem ætlaður er til að troða inn í sköp á konu þegar hún er á blæðingum en svo er bara að hella úr honum þegar hann er orðinn fullur. árið 2005 er enn verið að reyna að selja svona lagað!! þetta er ekki nóg, heldur er hvorki meira né minna 3 mánaða skilafrestur á þessum téðum bikar!! "sæl, ég keypti bikarinn hjá ykkur fyrir 2 mánuðum og ég held hann leki, get ég fengið innleggsnótu?" Bj�rgvin skráði þetta klukkan 10/30/2005
|
||||
|
|
|
|
|