18.11.05

loksins sönnun!

eftir margra ára grun hef ég loksins fengið grun minn staðfestan. ég er ekki bara einhvern björgvin gunnarsson að austan sem í frístundum semur eitthvað sem gæti jafnvel kallast ljóð... heldur er ég einnig hún móðir teresa. hér er sönnun þess:







ég er við ca 3 kvöld í viku á laugavegi 143, þriðja hæð og get þá tekið við sjúkum og fátækum.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 11/18/2005


skamm skamm!

í þessari frétt kemur fram að maður hafi verið dæmdur í 70 ára fangelsi fyrir að nauðga ættleiddri dóttur sinni, þetta er í ameríku en venjulega finnst mér ameríska réttarkerfið gjörsamlega kolruglað en í þetta skiptið finnst mér sanngjörn refsing dæmd viðbjóðnum sem greinilega ættleiddi stelpuna frá rússlandi í því skyni að geta misnotað hana og þar af leiðandi drepa hana sálarlega.

ef þetta hefði gerst (og þegar svona gerist) á íslandi myndu dómstólar dæma manninn sem sjálfsagt á bágt og er bara veikur greyið, hálft ár í fangelsi, þar af 2 mánuðir skilorðsbundið og til að borga stelpunni 100 þúsund krónur í skaðabætur svo hún geti nú keypt sér föt og kannski út að borða líka til að fá aftur sálina sem hún glataði.

ísland: i´m loving it!


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 11/18/2005



16.11.05

klósettpappír og kommúnismi

þegar ég flutti inn í herbergið hér á laugavegi 143 bjóst ég við að þetta yrði hálfgerð kommúna, allir sem hér búa (4 með mér) myndu deila öllu með hvor öðrum og allir yrðu vinir. annað kom á daginn. svo virðist sem kapitalisminn ríði hér rækjum en það sést sennilega best á klósettpappírsmálunum. fyrsta mánuðinn keypti ég alltaf klósettpappír og geymdi undir vaskinum í þágu allra sem hérna búa. að lokum ákvað
ég að hætta að kaupa pappír og athuga hvað myndi gerast... í ca 2 vikur sá ég engan pappír inn á klósetti og í fyrstu hélt ég að sambýlingar mínir væru einhversskonar stökkbreytar sem aldrei þyrftu að gera nr. 2. loks áttaði ég mig á þessu er ég sá annað slagið eina rúllu inná klósetti sem hvarf svo stuttu seinna. hér kaupir sem sagt hver sinn pappír og geymir inn í herbergi. í byrjun dæsti ég og hristi hausinn yfir þessari kapítalísku hugsun, að allir verði að hugsa um sjálfan sig, sama hvað verður um náungan en núna er ég búinn að aðlagast þessum hugsanahætti og er farinn að kaupa minn eigin pappír sem ég geymi sjálfselskulega inn í skáp í herberginu mínu og enginn fær að nota hann nema ég!

ef þið farið að sjá mig í jakkafötum dagsdaglega með bindi og kampavín í hönd megið þið slá mig utan undir.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 11/16/2005



13.11.05

kalla kaffi

kalla kaffi er íslenskur þáttur sem samkvæmt framleiðendunum er sambland af staupasteini og fraiser...

ég hef séð 2 þætti og get ekki með nokkrum hætti séð eitthvað líkt með þessum þáttum!
en ef að staupasteinn og fraiser eru illa leiknir, hallærislegir og algjörlega í skjön við tíðarandann þá það, þá eru þetta mjög svipaðir þættir.


Bj�rgvin skráði þetta klukkan 11/13/2005


Get awesome blog templates like this one from BlogSkins.com